Jón Stefán Brimar

Þessi síða er tileinkuð listamanninum
Jóni Stefáni Brimari Sigurjónssyni frá Dalvík (1928-1980).

Í tilefni 90 ára fæðingarafmæli Brimars árið 2018 hófu ættingjar hans söfnun á ljósmyndum af og upplýsingum um listaverk hans. Gefin var út listaverkabók, Demantar Dalvíkur, með úrvali verka hans og verkunum komið á framfæri með öðrum hætti, t.d. hér á þessum vef.

Hér má kynnast hinni fjölbreyttu listsköpun Brimars í meira en 600 verkum.

Lumar þú á vitneskju um Brimar?

Við erum enn að leita! Hafir þú, lesandi góður, vitneskju um listaverk sem ekki sést hér eða sögur af listamanninum værum við þakklát ef þú vildir láta okkur vita. Hafðu samband við Ragnar í netfangi ragnthor@gmail.com eða Jón (jon@nam.is). Nú eða í símum 663 7619 (Ragnar) eða 863 2186 (Jón).

Myndasöfnun

Í byrjun júní 2016 fórum við um Dalvík og nágrenni að taka ljósmyndir af málverkum Brimars í eigu einstaklinga, fyrirtækja og stofnana.
Þetta átak tókst með afbrigðum vel þökk sé öllu því góða fólki sem tók svo vel á móti okkur.

Kærar þakkir til allra sem gerðu okkur mögulegt að safna meira en 2000 ljósmyndum af um 200 málverkum Brimars, þar á meðal 100 í safni Dalvíkurbæjar.

Við munum lengi búa að þeim hlýhug sem við fundum fyrir og verður okkur hvatning til að gera enn betur í þessu verkefni okkar.

Ekki síður hlýjaði það um hjartarætur að heyra hve allir áttu góðar minningar um Brimar og báru enn hlýjan hug til hans.

Listaverkin

Hér eru öll fundin verk í belg og biðu. Smelltu á verk til að sjá stærri útgáfu ásamt upplýsingum um verkið.