Demantar Dalvíkur

Listaverkabók með úrvali af verkum Brimars.

Bókin JSBrimar og demantar Dalvíkur er stutt æviágrip af einum magnaðasta syni Dalvíkur á síðustu öld og þótt víðar væri leitað, Jóni Stefáni Brimari Sigurjónssyni og hans arfleið sem var stórkostleg. Hann var sannkallað Kamelljón í myndlist, réð við alla stíla og stefnur. Í bókina rita sjö aðilar texta um Brimar og er ein frásögnin um Brimar er hann hefur samband eftir dauða sinn við ritara í þrígang á þrjátíu ára tímabili, nú síðast 2015 og er sú frásögn mögnuð. Hann lést sviplega á Dalvík aðeins 52 ára á sinni fyrstu eiginlegu málverkasýningu í Ráðhúsi Dalvíkur. Hann lét eftir sig um 1000 listaverk sem vitað er um og enn í dag bætist við fjöldann...

Bókin hefur til verið til sölu hjá Pennanum Eymundsson.