Ýmsar myndir tengdar verkefninu

Myndir af Brimari sjálfum

Að mála hús á Dalvík
Háseti á Sæþóri
Úr Þjóðviljanum 24. nóv. 1961

Að mála leiktjöld fyrir Leikfélag Dalvíkur
sennilega fyrir Skugga-Svein
Brimar 12 ára

Myndskeið

Eina myndskeiðið sem hefur fundist af Brimari. Hann kemur norður yfir túnið í átt að Jaðri og á hjólinu. Í þetta sinn var það ekki hlaðið málningadósum og stiganum góða. Hann snýr svo við til að sækja spýtubút, sem hann hefur eflaust ætlað að nýta í myndaramma. Þetta er sennilega frá 1979.
  

Gallerí Brimarsbrú

Í Njarðvík er Ragnar að setja á laggirnar gallerí undir merkinu BrimarsBrú. Það er að verða tilbúið og stefnt að opnun kringum páska. Galleríkötturinn Spotta gat ekki beðið og tók forskot á sæluna.

Dagatal 2016

Á síðasta ári gerðum við tilraun með dagatal með þema fyrir hvern mánuð ársins, sem tengt var við málverk Brimars. Þetta var framleitt í mjög litlu upplagi og fór aðallega til fjölskyldumeðlima. Læt það fljóta með til gamans.

Uppboð á málverki - framlag til Dalbæjar

Á þorrablóti Svarfdælafélagsins í Reykjavík árið 2016 var haldið uppboð á málverkinu Brúin eftir Brimar. Seldist málverkið á 80.000 kr. og var upphæðin afhent Dalbæ heimili aldraðra á Dalvík.

Ljósmyndun verka Brimars

Árið 2016 náðist að ljósmynda flest málverk og teikningar Brimars sem vitað er um eða um 1000 verk alls. Átakið var kynnt á Dalvík og nágrenni með þessu veggspjaldi og bæklingi, sem borin var í öll hús á Dalvík.